Allnokkur slík mál sem tengjast manninum eru til rannsóknar hjá lögreglunni, samkvæmt tilkynningu. Hann er grunaður um að hafa ítrekað selt vörur á Facebook, undir ýmsum nöfnum, en koma vörunum svo ekki til skila.
Í tilkynningu lögreglunnar segir að svik sem þessi séu ekki einsdæmi. Er fólk minnt á að sýna árvekni og til dæmis krefjast kvittun fyrir vöru frá seljanda.
Þá segir að of oft gerist það að þýfi finnist í fórum kaupenda sem segjast ekki hafa vitað af því að um þýfi væri að ræða. Kaupendur geti þar að auki ekki gefið upp nafn seljanda, heimilisfang eða annað.