Innlent

Síbrotagæsla vegna fjársvika á Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan biður fólk um að sýna varkárni þegar það kaupir vörur á Facebook.
Lögreglan biður fólk um að sýna varkárni þegar það kaupir vörur á Facebook. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um helgina karlmann um þrítugt í síbrotagæslu til 26. febrúar. Var það gert að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á meintum fjársvikum mannsins.

Allnokkur slík mál sem tengjast manninum eru til rannsóknar hjá lögreglunni, samkvæmt tilkynningu. Hann er grunaður um að hafa ítrekað selt vörur á Facebook, undir ýmsum nöfnum, en koma vörunum svo ekki til skila.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að svik sem þessi séu ekki einsdæmi. Er fólk minnt á að sýna árvekni og til dæmis krefjast kvittun fyrir vöru frá seljanda.

Þá segir að of oft gerist það að þýfi finnist í fórum kaupenda sem segjast ekki hafa vitað af því að um þýfi væri að ræða. Kaupendur geti þar að auki ekki gefið upp nafn seljanda, heimilisfang eða annað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.