Handjárnuðu níu ára stúlku og sprautuðu á hana piparúða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 19:28 Lögreglan í Rochester hefur verið gagnrýnd vegna málsins. Joshua Rashaad McFadden/Getty Lögreglan í Rochesterborg í New York-ríki birti í gær upptökur úr búkmyndavél eins lögreglumanna sinna, þar sem lögreglumenn sjást handjárna níu ára stúlku og beita á hana piparúða. Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira