Segir ekki koma til greina að hætta árás á Tigrayhérað Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 16:52 Frá æfingu hermanna í Eþíópíu. EPA/STR Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hafnaði því í dag að hefja viðræður við leiðtoga Frelsishreyfingarinnar í Tigrayhéraði. Abiy hitti þrjá fulltrúa Afríkubandalagsins í í dasg sem voru sendir til að reyna að miðla milli deilandi fylkinga í Eþípóíu en stjórnarher landsins hóf nýverið sókn gegn Frelsishreyfingunni. Forsætisráðherrann hefur heitið því að almennir borgarar verði verndaðir. Fregnir hafa borist af því að fjölmargir íbúar hafi flúið frá Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs, í aðdraganda sóknar stjórnarhersins sem búist er við. Á sama tíma hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem flýja yfir landamærin til Súdan og hefur það valdið áhyggjum um að hermenn séu að koma í veg fyrir að fólk geti flúið, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samskipti á svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Buið er að loka fyrir bæði síma- og netsamband. Segir ekki koma til greina að hætta við Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Hann sagði erindrekum Afríkubandalagsins að ekki kæmi til greina að hætta við árásina og tryggja þyrfti yfirráð stjórnvalda yfir héraðinu. Ef það tækist ekki myndi það kosta Eþíópíu verulega til lengdar. Mjög hefur dregið úr fjölda fólks sem flýr yfir landamæri Eþíópíu og Súdan og er óttast að hermenn séu að koma í veg fyrir að íbúar Tigrayhéraðs geti flúið átökin.AP/Nariman El-Mofty Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Eþíópía Tengdar fréttir Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37 Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Forsætisráðherrann hefur heitið því að almennir borgarar verði verndaðir. Fregnir hafa borist af því að fjölmargir íbúar hafi flúið frá Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs, í aðdraganda sóknar stjórnarhersins sem búist er við. Á sama tíma hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem flýja yfir landamærin til Súdan og hefur það valdið áhyggjum um að hermenn séu að koma í veg fyrir að fólk geti flúið, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samskipti á svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Buið er að loka fyrir bæði síma- og netsamband. Segir ekki koma til greina að hætta við Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Hann sagði erindrekum Afríkubandalagsins að ekki kæmi til greina að hætta við árásina og tryggja þyrfti yfirráð stjórnvalda yfir héraðinu. Ef það tækist ekki myndi það kosta Eþíópíu verulega til lengdar. Mjög hefur dregið úr fjölda fólks sem flýr yfir landamæri Eþíópíu og Súdan og er óttast að hermenn séu að koma í veg fyrir að íbúar Tigrayhéraðs geti flúið átökin.AP/Nariman El-Mofty Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi.
Eþíópía Tengdar fréttir Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37 Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37
Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55
Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37