Erlent

Lokasókn inn í Tigray að hefjast

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forsætisráðherrann Ahmed Abiy segir að lokasókn hersins sé að hefjast. 
Forsætisráðherrann Ahmed Abiy segir að lokasókn hersins sé að hefjast.  Minasse Wondimu Hailu/Getty Images

Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað.

Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað en þar hafa geisað átök á milli uppreisnarmanna og hersins. Forsætisráðherrann, Abiy Ahmed hafði gefið uppreisnaröflunum 72 tíma til að leggja niður vopn sín og er sá frestur nú liðinn.

Litlar upplýsingar berast nú frá héraðinu þar sem símalínur og netsamband hefur verið rofið en svo virðist sem stefni í blóðug átök á svæðinu. Tugþúsundir íbúa Tigray héraðs hafa þegar flúið svæðið og hafast nú við í Sómalíu í flóttamannabúðum.


Tengdar fréttir

Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum

Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×