„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 12:11 Guðlaugur Þór Þórðarson fékk líflátshótanir árið 2019. Vísir/Vilhelm Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta og er tilbúinn að fylgja því eftir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Sprengisandi í morgun, þar sem hann ræddi meðal annars skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Hann bendir á að Íslendingar hafi að mestu verið lausir við hvers kyns ógnir. „Við skulum ekki vanmeta það hvað við höfum verið gæfusöm að það hafi ekkert slíkt gerst á Íslandi. Við höfum séð þetta í nágrannalöndunum. Þegar ég fer til Svíþjóðar fæ ég engan fæ ég engan afslátt af því frekar en aðrir ráðherrar, að það er lífvörður með mér allan daginn, og þú ferð ekkert án hans. Þú segir ekkert „ég vil ekki fá lífvörð“,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur fékk sjálfur líflátshótun í tengslum við þriðja orkupakkann árið 2019 og í framhaldinu var ósannindum dreift um hann. „Sagan fór eins og eldur í sinu og síðan þurfti maður að hlaupa strax til og reyna að leiðrétta hana,“ segir hann. „Jafnvel ef það gengur vel þá eru það svona 80 prósent sem sjá síðan leiðréttinguna og eftir standa 20 prósent.“ Hann nefnir netglæpi í þessu samhengi, sem sé ein helsta ógn sem nú steðji að fólki. „Það eru sífelldar árásir. Bæði á okkar netkerfi og sömuleiðis varðandi að koma fölsum fréttum af stað. Þetta kemur frá ákveðnum ríkjum, að því er talið. Og þetta var ekkert minna í Covid. En þetta er partur af breyttum heimi. Þetta er ekkert í framtíðinni, þetta er núna,“ segir hann. „Þetta eru ógnirnar sem að okkur steðja núna.“ Sprengisandur Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta og er tilbúinn að fylgja því eftir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Sprengisandi í morgun, þar sem hann ræddi meðal annars skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Hann bendir á að Íslendingar hafi að mestu verið lausir við hvers kyns ógnir. „Við skulum ekki vanmeta það hvað við höfum verið gæfusöm að það hafi ekkert slíkt gerst á Íslandi. Við höfum séð þetta í nágrannalöndunum. Þegar ég fer til Svíþjóðar fæ ég engan fæ ég engan afslátt af því frekar en aðrir ráðherrar, að það er lífvörður með mér allan daginn, og þú ferð ekkert án hans. Þú segir ekkert „ég vil ekki fá lífvörð“,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur fékk sjálfur líflátshótun í tengslum við þriðja orkupakkann árið 2019 og í framhaldinu var ósannindum dreift um hann. „Sagan fór eins og eldur í sinu og síðan þurfti maður að hlaupa strax til og reyna að leiðrétta hana,“ segir hann. „Jafnvel ef það gengur vel þá eru það svona 80 prósent sem sjá síðan leiðréttinguna og eftir standa 20 prósent.“ Hann nefnir netglæpi í þessu samhengi, sem sé ein helsta ógn sem nú steðji að fólki. „Það eru sífelldar árásir. Bæði á okkar netkerfi og sömuleiðis varðandi að koma fölsum fréttum af stað. Þetta kemur frá ákveðnum ríkjum, að því er talið. Og þetta var ekkert minna í Covid. En þetta er partur af breyttum heimi. Þetta er ekkert í framtíðinni, þetta er núna,“ segir hann. „Þetta eru ógnirnar sem að okkur steðja núna.“
Sprengisandur Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35
Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43