„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 12:11 Guðlaugur Þór Þórðarson fékk líflátshótanir árið 2019. Vísir/Vilhelm Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta og er tilbúinn að fylgja því eftir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Sprengisandi í morgun, þar sem hann ræddi meðal annars skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Hann bendir á að Íslendingar hafi að mestu verið lausir við hvers kyns ógnir. „Við skulum ekki vanmeta það hvað við höfum verið gæfusöm að það hafi ekkert slíkt gerst á Íslandi. Við höfum séð þetta í nágrannalöndunum. Þegar ég fer til Svíþjóðar fæ ég engan fæ ég engan afslátt af því frekar en aðrir ráðherrar, að það er lífvörður með mér allan daginn, og þú ferð ekkert án hans. Þú segir ekkert „ég vil ekki fá lífvörð“,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur fékk sjálfur líflátshótun í tengslum við þriðja orkupakkann árið 2019 og í framhaldinu var ósannindum dreift um hann. „Sagan fór eins og eldur í sinu og síðan þurfti maður að hlaupa strax til og reyna að leiðrétta hana,“ segir hann. „Jafnvel ef það gengur vel þá eru það svona 80 prósent sem sjá síðan leiðréttinguna og eftir standa 20 prósent.“ Hann nefnir netglæpi í þessu samhengi, sem sé ein helsta ógn sem nú steðji að fólki. „Það eru sífelldar árásir. Bæði á okkar netkerfi og sömuleiðis varðandi að koma fölsum fréttum af stað. Þetta kemur frá ákveðnum ríkjum, að því er talið. Og þetta var ekkert minna í Covid. En þetta er partur af breyttum heimi. Þetta er ekkert í framtíðinni, þetta er núna,“ segir hann. „Þetta eru ógnirnar sem að okkur steðja núna.“ Sprengisandur Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta og er tilbúinn að fylgja því eftir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Sprengisandi í morgun, þar sem hann ræddi meðal annars skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Hann bendir á að Íslendingar hafi að mestu verið lausir við hvers kyns ógnir. „Við skulum ekki vanmeta það hvað við höfum verið gæfusöm að það hafi ekkert slíkt gerst á Íslandi. Við höfum séð þetta í nágrannalöndunum. Þegar ég fer til Svíþjóðar fæ ég engan fæ ég engan afslátt af því frekar en aðrir ráðherrar, að það er lífvörður með mér allan daginn, og þú ferð ekkert án hans. Þú segir ekkert „ég vil ekki fá lífvörð“,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur fékk sjálfur líflátshótun í tengslum við þriðja orkupakkann árið 2019 og í framhaldinu var ósannindum dreift um hann. „Sagan fór eins og eldur í sinu og síðan þurfti maður að hlaupa strax til og reyna að leiðrétta hana,“ segir hann. „Jafnvel ef það gengur vel þá eru það svona 80 prósent sem sjá síðan leiðréttinguna og eftir standa 20 prósent.“ Hann nefnir netglæpi í þessu samhengi, sem sé ein helsta ógn sem nú steðji að fólki. „Það eru sífelldar árásir. Bæði á okkar netkerfi og sömuleiðis varðandi að koma fölsum fréttum af stað. Þetta kemur frá ákveðnum ríkjum, að því er talið. Og þetta var ekkert minna í Covid. En þetta er partur af breyttum heimi. Þetta er ekkert í framtíðinni, þetta er núna,“ segir hann. „Þetta eru ógnirnar sem að okkur steðja núna.“
Sprengisandur Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35
Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43