Innlent

Grunaðir um líkams­á­rás og vopna­laga­brot

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alls voru 75 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær til fimm í morgun.
Alls voru 75 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær til fimm í morgun. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn voru handteknir grunaðir um árásina og brot á vopnalögum.

Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar á málinu. Ekki liggur fyrir hvort árásarþoli er mikið slasaður.

Þá var einn maður handtekinn í Laugardal rétt fyrir klukkan eitt í nótt, grunaður um aðra líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar á því máli.

Samkvæmt dagbók lögreglu voru alls 75 mál skráð frá klukkan fimm síðdegis í gær til fimm í morgun. Mikið var um útköll vegna heimilisofbeldis, sem og vegna ónæðis frá samkvæmum. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslum lögreglu í tengslum við ýmis mál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×