Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2021 20:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson fordæmir allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinir að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ Þessu greinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, frá í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag. Hannes segist í samtali við blaðamann ekki hafa hugmynd um það hvernig skotförin í stofuglugganum atvikuðust. Hannes segist fordæma allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinist að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Sérstaklega minnist ég þess, þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst á bíl Geirs Haarde forsætisráðherra og reyndi að brjóta framrúðuna í janúar 2009,“ sagði Hannes og bætir því við að ofbeldi sé ekki nýtt af nálinni en sem betur fer hafi það verið undantekning freka en regla á Íslandi. „Ég minnist þess þó, þegar hópar manna fóru heim til stjórnmálamanna eftir bankahrunið og sátu um þá, til dæmis til Þorgerðar Katrínar. Ég fordæmi það alveg sérstaklega.“ Einn í gæsluvarðhaldi Fjallað hefur verið um skotárás á bíl borgarstjóra í fréttum í vikunni. Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Jafnframt sagði hún of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Hugsar til Gríms amtmanns í Norðurreið Skagfirðinga Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt skotförin sem sáust í stofuglugganum segist hann ekki hafa talið ástæðu til þess. Honum hafi alltaf verið sagt að birta sem minnst opinberlega um slík mál þar sem hætta væri á að aðrir fengu hugmyndir um voðaverk vegna slíkra frétta. „En mér fannst í lagi að segja frá þessari reynslu minni því að ég er, held ég, ekki lengur opinber persóna, heldur lítt kunnur grúskari á Þjóðarbókhlöðunni. Mér er núna efst í huga hversu illa var farið með Grím amtmann í Norðurreið Skagfirðinga,“ sagði Hannes. Alþingi Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Þessu greinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, frá í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag. Hannes segist í samtali við blaðamann ekki hafa hugmynd um það hvernig skotförin í stofuglugganum atvikuðust. Hannes segist fordæma allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinist að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Sérstaklega minnist ég þess, þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst á bíl Geirs Haarde forsætisráðherra og reyndi að brjóta framrúðuna í janúar 2009,“ sagði Hannes og bætir því við að ofbeldi sé ekki nýtt af nálinni en sem betur fer hafi það verið undantekning freka en regla á Íslandi. „Ég minnist þess þó, þegar hópar manna fóru heim til stjórnmálamanna eftir bankahrunið og sátu um þá, til dæmis til Þorgerðar Katrínar. Ég fordæmi það alveg sérstaklega.“ Einn í gæsluvarðhaldi Fjallað hefur verið um skotárás á bíl borgarstjóra í fréttum í vikunni. Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Jafnframt sagði hún of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Hugsar til Gríms amtmanns í Norðurreið Skagfirðinga Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt skotförin sem sáust í stofuglugganum segist hann ekki hafa talið ástæðu til þess. Honum hafi alltaf verið sagt að birta sem minnst opinberlega um slík mál þar sem hætta væri á að aðrir fengu hugmyndir um voðaverk vegna slíkra frétta. „En mér fannst í lagi að segja frá þessari reynslu minni því að ég er, held ég, ekki lengur opinber persóna, heldur lítt kunnur grúskari á Þjóðarbókhlöðunni. Mér er núna efst í huga hversu illa var farið með Grím amtmann í Norðurreið Skagfirðinga,“ sagði Hannes.
Alþingi Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27
VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49
Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00