Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2021 20:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson fordæmir allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinir að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ Þessu greinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, frá í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag. Hannes segist í samtali við blaðamann ekki hafa hugmynd um það hvernig skotförin í stofuglugganum atvikuðust. Hannes segist fordæma allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinist að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Sérstaklega minnist ég þess, þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst á bíl Geirs Haarde forsætisráðherra og reyndi að brjóta framrúðuna í janúar 2009,“ sagði Hannes og bætir því við að ofbeldi sé ekki nýtt af nálinni en sem betur fer hafi það verið undantekning freka en regla á Íslandi. „Ég minnist þess þó, þegar hópar manna fóru heim til stjórnmálamanna eftir bankahrunið og sátu um þá, til dæmis til Þorgerðar Katrínar. Ég fordæmi það alveg sérstaklega.“ Einn í gæsluvarðhaldi Fjallað hefur verið um skotárás á bíl borgarstjóra í fréttum í vikunni. Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Jafnframt sagði hún of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Hugsar til Gríms amtmanns í Norðurreið Skagfirðinga Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt skotförin sem sáust í stofuglugganum segist hann ekki hafa talið ástæðu til þess. Honum hafi alltaf verið sagt að birta sem minnst opinberlega um slík mál þar sem hætta væri á að aðrir fengu hugmyndir um voðaverk vegna slíkra frétta. „En mér fannst í lagi að segja frá þessari reynslu minni því að ég er, held ég, ekki lengur opinber persóna, heldur lítt kunnur grúskari á Þjóðarbókhlöðunni. Mér er núna efst í huga hversu illa var farið með Grím amtmann í Norðurreið Skagfirðinga,“ sagði Hannes. Alþingi Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Þessu greinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, frá í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag. Hannes segist í samtali við blaðamann ekki hafa hugmynd um það hvernig skotförin í stofuglugganum atvikuðust. Hannes segist fordæma allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinist að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Sérstaklega minnist ég þess, þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst á bíl Geirs Haarde forsætisráðherra og reyndi að brjóta framrúðuna í janúar 2009,“ sagði Hannes og bætir því við að ofbeldi sé ekki nýtt af nálinni en sem betur fer hafi það verið undantekning freka en regla á Íslandi. „Ég minnist þess þó, þegar hópar manna fóru heim til stjórnmálamanna eftir bankahrunið og sátu um þá, til dæmis til Þorgerðar Katrínar. Ég fordæmi það alveg sérstaklega.“ Einn í gæsluvarðhaldi Fjallað hefur verið um skotárás á bíl borgarstjóra í fréttum í vikunni. Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Jafnframt sagði hún of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Hugsar til Gríms amtmanns í Norðurreið Skagfirðinga Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt skotförin sem sáust í stofuglugganum segist hann ekki hafa talið ástæðu til þess. Honum hafi alltaf verið sagt að birta sem minnst opinberlega um slík mál þar sem hætta væri á að aðrir fengu hugmyndir um voðaverk vegna slíkra frétta. „En mér fannst í lagi að segja frá þessari reynslu minni því að ég er, held ég, ekki lengur opinber persóna, heldur lítt kunnur grúskari á Þjóðarbókhlöðunni. Mér er núna efst í huga hversu illa var farið með Grím amtmann í Norðurreið Skagfirðinga,“ sagði Hannes.
Alþingi Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27
VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49
Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00