Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:31 Dansararnir fóru einhverjir yfir á Forsetann, sem er í næsta húsi við æfingahúsnæðið, og fengu sér þar öl. Vísir Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira