Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:31 Dansararnir fóru einhverjir yfir á Forsetann, sem er í næsta húsi við æfingahúsnæðið, og fengu sér þar öl. Vísir Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira