Dansleikurinn reyndist íþróttaviðburður með tilboði á næsta bar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2021 12:01 „Forsetinn er þægilegt kaffihús og bar,“ eins og segir á Facebook-síðu staðarins. Forsetinn Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum. Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels