Íslenski boltinn

Tómas Ingi aðstoðar Atla og Ólaf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tómas Ingi Tómasson í Pepsi Max stúkunni í sumar.
Tómas Ingi Tómasson í Pepsi Max stúkunni í sumar. vísir/skjáskot

Tómas Ingi Tómasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis í Pepsi Max deild karla. Hann leysir Ólaf Inga Skúlason af hólmi.

Ólafur Ingi Skúlason var ráðinn þjálfari U19 ára landsliðs karla og U15 ára landsliðs kvenna en hann hafði verið aðstoðarþjálfari Fylkis síðustu ár sem og að spila með félaginu.

Nú hefur Tómas Ingi verið ráðinn í hans starf en ásamt því að aðstoða aðalþjálfarana Atla Svein Þórarinsson og Ólaf Inga Stígsson mun Tómas Ingi vera yfir afreksþjálfun hjá félaginu.

Tómas Ingi hefur víða komið við en í sumar var hann meðal annars einn af spekingum Pepsi Max Stúkunnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur við sögu í Árbænum en hann var yfirþjálfari hjá félaginu árið 2015.

Tómas Ingi kominn aftur. Í dag skrifaði Tómas Ingi Tómasson undir samning hjá Fylki en hann mun koma inn sem...

Posted by Íþróttafélagið Fylkir on Föstudagur, 29. janúar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×