Ræðir við Þórólf um helgina um mögulegar afléttingar Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2021 18:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller, landlækni, og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra skoðar með sóttvarnarlækni hvort tímabært sé að draga úr sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar. Ísland er í algjörri sérstöðu í Evrópu með litla nýgengni. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Sjá meira
Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31