Níu ára afmæliskaka Dagnýjar bræddi örugglega hjörtu West Ham fólks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:31 Dagný Brynjarsdóttir er komin í búning West Ham en til hliðar er afmæliskakan hennar þegar hún var níu ára gömul. Twitter/@westhamwomen Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham í gærkvöldi og það með sérstökum hætti. Það má búast við því að Dagný Brynjarsdóttir sé þegar komin í hóp uppáhaldsleikmanna stuðningsmanna West Ham eftir að hafa séð gömlu myndirnar af Dagnýju í gær. Það er ekki vanalegt að nýir leikmenn félaga séu kynntir til leiks með fullt af gömlum myndum en svo var raunin í gær. Íslenska landsliðskonan mætti til leiks með sterk tengsl við nýja félagið sitt. Dagný týndi fram fjölda gamalla mynda úr safni sínu þar sem hún sannaði það að hún hafi verið stuðningsmaður West Ham allt frá barnæsku. Claret & Blue through and through @dagnybrynjars pic.twitter.com/YnuPZYAuIS— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Myndin frá níu ára afmælisdegi Dagnýjar, 10. ágúst 2000, hefur örugglega brætt hjörtu stuðningsmanna West Ham. Það er eitt að sjá gamla mynd af leikmanni í búningi West Ham en það leynir sér ekki að hér sé um mikinn stuðningsmann félagsins að ræða þegar níu ára afmæliskakan er West Ham kaka. West Ham endaði í níunda sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999 til 2000 en Harry Redknapp var þá knattspyrnustjóri félagsins. Liðið vann einnig Intertoto bikarinn eftir sigur á Metz í tveimur úrslitaleikjum. She's one of our own... Welcome to West Ham United, @dagnybrynjars! pic.twitter.com/xRW3fRrWqK— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Frank Lampard skoraði eitt marka liðsins í úrslitaleiknum en meðal annarra leikmanna í þessu unga og spennandi West Ham liði voru Rio Ferdinand, Michael Carrick og Joe Cole sem allir áttu eftir að verða stórstjörnur. Með liðinu léku einnig gömlu refirnir Paolo Di Canio og Stuart Pearce. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Dagný deildi bæði með nýja félaginu sem og fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tilkynnti í gær um næsta áfangastað sinn á knattspyrnuferlinum. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira
Það má búast við því að Dagný Brynjarsdóttir sé þegar komin í hóp uppáhaldsleikmanna stuðningsmanna West Ham eftir að hafa séð gömlu myndirnar af Dagnýju í gær. Það er ekki vanalegt að nýir leikmenn félaga séu kynntir til leiks með fullt af gömlum myndum en svo var raunin í gær. Íslenska landsliðskonan mætti til leiks með sterk tengsl við nýja félagið sitt. Dagný týndi fram fjölda gamalla mynda úr safni sínu þar sem hún sannaði það að hún hafi verið stuðningsmaður West Ham allt frá barnæsku. Claret & Blue through and through @dagnybrynjars pic.twitter.com/YnuPZYAuIS— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Myndin frá níu ára afmælisdegi Dagnýjar, 10. ágúst 2000, hefur örugglega brætt hjörtu stuðningsmanna West Ham. Það er eitt að sjá gamla mynd af leikmanni í búningi West Ham en það leynir sér ekki að hér sé um mikinn stuðningsmann félagsins að ræða þegar níu ára afmæliskakan er West Ham kaka. West Ham endaði í níunda sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1999 til 2000 en Harry Redknapp var þá knattspyrnustjóri félagsins. Liðið vann einnig Intertoto bikarinn eftir sigur á Metz í tveimur úrslitaleikjum. She's one of our own... Welcome to West Ham United, @dagnybrynjars! pic.twitter.com/xRW3fRrWqK— West Ham United Women (@westhamwomen) January 28, 2021 Frank Lampard skoraði eitt marka liðsins í úrslitaleiknum en meðal annarra leikmanna í þessu unga og spennandi West Ham liði voru Rio Ferdinand, Michael Carrick og Joe Cole sem allir áttu eftir að verða stórstjörnur. Með liðinu léku einnig gömlu refirnir Paolo Di Canio og Stuart Pearce. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Dagný deildi bæði með nýja félaginu sem og fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tilkynnti í gær um næsta áfangastað sinn á knattspyrnuferlinum. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira