Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:02 Þórdís Brynjólfsdóttir hefur beðið í um þrjú ár eftir að komast í brjóstnám og brjóstauppbyggingu. Beiðni fyrir aðgerðinni reyndist aldrei hafa verið gerð. Vísir/Aðsend Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið.
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00
Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04
„Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30