Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 18:05 AstraZeneca mun ekki afhenda Evrópusambandinu þá bóluefnaskammta sem samið var um að yrðu afhentir á fyrsta ársfjórðungi þess árs, ef ekkert breytist. Evrópusambandið hefur kallað eftir því að lyfjaframleiðandinn afhendi sambandinu skammta sem framleiddir hafa verið á Bretlandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. AstraZeneca er sagt hafa tilkynnt Evrópusambandinu í síðustu viku að sambandinu yrðu afhentir 60% færri skammtar en samningar segja til um á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ástæðan er sögð framleiðsluvandi í verksmiðjum fyrirtækisins í Evrópu, en sambandið hefur kallað eftir því að því verði afhentir skammtar sem framleiddir eru á Bretlandi. Evrópusambandið og AstraZeneca munu funda á næstu dögum vegna málsins. Evrópusambandið greindi þó frá því í dag að lyfjaframleiðandinn hafi hætt við fundinn en AstraZeneca hefur síðan þá mótmælt því og sagt að fulltrúar þess muni sitja fundinn. AstraZeneca er ekki eini bóluefnaframleiðandinn sem hefur þurft að fresta afhendingu bóluefnaskammta, en Pfizer og BioNTech hefur einnig þurft að fresta afhendingu vegna framleiðsluvanda. Pfizer og BioNTech munu þó leysa framleiðsluvandann í samstarfi við franska lyfjaframleiðandann Sanofi, sem hefur boðið framleiðendunum afnot af verksmiðju þess í Frankfurt. Sanofi mun í sínum húsakynnum framleiða um 125 milljón bóluefnaskammta og hefst framleiðslan þar í júlí. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri ESB, sagði á blaðamannafundi í dag að nauðsynlegt værri að verksmiðjur AstraZeneca á Bretlandi framleiddu bóluefni fyrir sambandið. Það væri hluti af samning lyfjaframleiðandans við Evrópusambandið og þyrfti hann að standa við skuldbindingar sínar. „Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins eru sammála því að AstraZeneca verði að standa við gefin loforð samkvæmt okkar samningum,“ sagði hún á fundinum. Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
AstraZeneca er sagt hafa tilkynnt Evrópusambandinu í síðustu viku að sambandinu yrðu afhentir 60% færri skammtar en samningar segja til um á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ástæðan er sögð framleiðsluvandi í verksmiðjum fyrirtækisins í Evrópu, en sambandið hefur kallað eftir því að því verði afhentir skammtar sem framleiddir eru á Bretlandi. Evrópusambandið og AstraZeneca munu funda á næstu dögum vegna málsins. Evrópusambandið greindi þó frá því í dag að lyfjaframleiðandinn hafi hætt við fundinn en AstraZeneca hefur síðan þá mótmælt því og sagt að fulltrúar þess muni sitja fundinn. AstraZeneca er ekki eini bóluefnaframleiðandinn sem hefur þurft að fresta afhendingu bóluefnaskammta, en Pfizer og BioNTech hefur einnig þurft að fresta afhendingu vegna framleiðsluvanda. Pfizer og BioNTech munu þó leysa framleiðsluvandann í samstarfi við franska lyfjaframleiðandann Sanofi, sem hefur boðið framleiðendunum afnot af verksmiðju þess í Frankfurt. Sanofi mun í sínum húsakynnum framleiða um 125 milljón bóluefnaskammta og hefst framleiðslan þar í júlí. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri ESB, sagði á blaðamannafundi í dag að nauðsynlegt værri að verksmiðjur AstraZeneca á Bretlandi framleiddu bóluefni fyrir sambandið. Það væri hluti af samning lyfjaframleiðandans við Evrópusambandið og þyrfti hann að standa við skuldbindingar sínar. „Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins eru sammála því að AstraZeneca verði að standa við gefin loforð samkvæmt okkar samningum,“ sagði hún á fundinum.
Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44