Fótbolti

Reiknar ekki með á­horf­endum á þessu tíma­bili

Anton Ingi Leifsson skrifar
Juventus menn fagna marki gegn Sassuolo fyrr á leiktíðinni. Engir áhorfendur á vellinum, eins og á flestum leikvöngum heims.
Juventus menn fagna marki gegn Sassuolo fyrr á leiktíðinni. Engir áhorfendur á vellinum, eins og á flestum leikvöngum heims. Daniele Badolato/Getty

Andrea Agnelli, forseti Juventus, segir að það verði ólíklegt að einhverjir áhorfendur fái að koma inn á leikvangana í Evrópu á þessari leiktíð.

Agnelli, sem er einnig framkvæmdastjóri ECA - félag atvinnumannaliða innan UEFA, segir að kórónuveiran muni hafa þau áhrif að ólíklegt verði að stuðningsmenn komi á vellina í ár.

Ásamt því bætti Agnelli við að líkur eru á að stærstu félögin í Evrópu muni að öllum líkindum tapa um 7,5 milljörðum punda á þessum tveimur leiktíðum, 2019/2020 og 2020/2021.

Tímabilinu 2019/2020 lauk með engum áhorfendum á Ítalíu en í upphafi tímabilsins í ár voru þúsund áhorfendur leyfðir. Eftir að fjöldi smita fór upp á ný voru þeir bannaðir á ný og Agnelli segir litlar sem engar líkur að þeir verði leyfðir á ný.

Flest kórónuveirusmit hafa greinst á Ítalíu eða 2,5 milljónir talsins. Á síðustu sjö dögum hafa greinst yfir tólf þúsund á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×