Agnelli, sem er einnig framkvæmdastjóri ECA - félag atvinnumannaliða innan UEFA, segir að kórónuveiran muni hafa þau áhrif að ólíklegt verði að stuðningsmenn komi á vellina í ár.
Ásamt því bætti Agnelli við að líkur eru á að stærstu félögin í Evrópu muni að öllum líkindum tapa um 7,5 milljörðum punda á þessum tveimur leiktíðum, 2019/2020 og 2020/2021.
Tímabilinu 2019/2020 lauk með engum áhorfendum á Ítalíu en í upphafi tímabilsins í ár voru þúsund áhorfendur leyfðir. Eftir að fjöldi smita fór upp á ný voru þeir bannaðir á ný og Agnelli segir litlar sem engar líkur að þeir verði leyfðir á ný.
Flest kórónuveirusmit hafa greinst á Ítalíu eða 2,5 milljónir talsins. Á síðustu sjö dögum hafa greinst yfir tólf þúsund á dag.
Fans won't return to football stadiums at all THIS SEASON, says Juventus chief Andrea Agnelli https://t.co/uUgUr0JwpN
— MailOnline Sport (@MailSport) January 27, 2021