Segir gróf mannréttindabrot framin í skjóli bágborins eftirlits Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 14:00 Arnar Helgi Lárusson segir að fólk sem hafi barist í áratugi fyrir bættum aðgengismálum hér á landi gefi lítið fyrir nýjan aðgengissjóð. Aðsend/Getty Formaður SEM samtakanna segir gróf mannréttindabrot framin daglega á Íslandi þegar hreyfihömluðum er meinaður greiður aðgangur að opinberum stöðum og íbúðarhúsnæði. Hann gagnrýnir byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvöld harðlega og segir þau gefa afslátt af lögbundnum kröfum um aðgengi. Nú stendur til að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar en hann á að styðja rekstraraðila hyggjast bæta aðgengismál hjá sér. Arnar Helgi Lárusson, formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM), segir að tilkoma sjóðsins sé tímaskekkja og feli í sér afturför. „Samkvæmt öllum byggingarreglugerðum frá 1979 þá á enginn opinber staður að vera óaðgengilegur, þar á meðal bensínstöðvar, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, verslanir, heilbrigðisþjónusta og öll önnur þjónusta. Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Sjálfur notast hann við hjólastól líkt og langflestir meðlimir SEM samtakanna. Hugsunin góð en röng stefna „Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá?“ Arnar segir hugsunina að baki sjóðnum vera góða en líkir þessu við að stofna sjóð til að hjálpa fyrirtækjum að uppfylla lögbundnar eldvarnar- eða heilbrigðiskröfur. Nú þegar sé gerð krafa um að aðgengi sé fyrir alla en að hans sögn er allur gangur á því að þeim kröfum sé framfylgt. „Þetta hefur bara verið viðhöfð venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað.“ Samfélagið einangri sig frá fólki í hjólastólum Arnar hefur miklar áhyggjur af nýbyggingum og er ómyrkur í máli þegar hann er spurður út í stöðu mála hér á landi. „Brot á aðgengismálum hreyfihamlaðra á Íslandi eru bara að verða ein langstærstu mannréttindabrot sem eru framin á fólki nokkurs staðar í heimunum. Því þetta er ekki bara það að við komumst ekki á einn eða annað staðinn, þetta er orðið þannig að ef þú verður fyrir því að lenda í slysi þá ertu útilokaður hreinlega frá heilli ætt, allri fjölskyldunni þinni því við höfum ekki fylgt byggingarreglugerðum í svo mörg ár.“ Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar mun í fyrstu beina sjónum sínum að miðbænum. Vísir/Egill „Yfir 95% íbúða á Íslandi eru óaðgengilegar af því það er ekki farið eftir lögum og reglum. Líkurnar á því að þegar þú lendir í slysi að foreldrar þínir séu með aðgengi eða aðrir fjölskyldumeðlimir eru bara mjög litlar. Þú ert útilokaður frá svo rosalega mörgu.“ „Svo er þessi félagslegi þáttur. Það er talað um að fólk í hjólastólum einangri sig, það er ekki rétt heldur er það samfélagið sem einangrar sig frá fólki í hjólastólum ef það kemst ekki að því. Það er svo mikilvægt að þessi hópur fái að komast nánast óáreittur út um allt, það breytir ótrúlega miklu.“ Búið að borga fyrir aðgengi Arnar bendir á að við uppbyggingu húsnæðis sé gert ráð fyrir því í kostnaðaráætlun að byggingin standist allar reglugerðir og ekki síður kröfur um aðgengi. „Það er búið að borga fyrir þetta aðgengi sama dag og teikningin er samþykkt og sama dag og ákveðið var að fara í framkvæmdina. Það á að borga fyrir þetta allt en kaupandinn eða leigjandinn er sá sem er svikinn af þessum kostnaði. Ef hann á svo að fara að leggja út eitthvað fjármagn og fá einhvern hluta úr Aðgengissjóðnum þá er hann bara að borga tvisvar fyrir það.“ Þess ber að geta að samkvæmt stefnu sjóðsins sem til stendur að stofna í febrúar verður fyrst um sinn lögð áhersla á verkefni í miðbæ Reykjavíkur. Arnar segir að þrátt fyrir að hús byggð fyrir 1979 séu almennt undanskilin núgildandi aðgengiskröfum þurfi byggingarnar að uppfylla þær ef hlutverki þeirra var breytt eftir gildistökuna, til að mynda úr íbúðarhúsi í veitingastað eða verslun. Slíkt eigi við um marga opinbera staði í miðbænum. Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Nú stendur til að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar en hann á að styðja rekstraraðila hyggjast bæta aðgengismál hjá sér. Arnar Helgi Lárusson, formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM), segir að tilkoma sjóðsins sé tímaskekkja og feli í sér afturför. „Samkvæmt öllum byggingarreglugerðum frá 1979 þá á enginn opinber staður að vera óaðgengilegur, þar á meðal bensínstöðvar, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, verslanir, heilbrigðisþjónusta og öll önnur þjónusta. Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Sjálfur notast hann við hjólastól líkt og langflestir meðlimir SEM samtakanna. Hugsunin góð en röng stefna „Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá?“ Arnar segir hugsunina að baki sjóðnum vera góða en líkir þessu við að stofna sjóð til að hjálpa fyrirtækjum að uppfylla lögbundnar eldvarnar- eða heilbrigðiskröfur. Nú þegar sé gerð krafa um að aðgengi sé fyrir alla en að hans sögn er allur gangur á því að þeim kröfum sé framfylgt. „Þetta hefur bara verið viðhöfð venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað.“ Samfélagið einangri sig frá fólki í hjólastólum Arnar hefur miklar áhyggjur af nýbyggingum og er ómyrkur í máli þegar hann er spurður út í stöðu mála hér á landi. „Brot á aðgengismálum hreyfihamlaðra á Íslandi eru bara að verða ein langstærstu mannréttindabrot sem eru framin á fólki nokkurs staðar í heimunum. Því þetta er ekki bara það að við komumst ekki á einn eða annað staðinn, þetta er orðið þannig að ef þú verður fyrir því að lenda í slysi þá ertu útilokaður hreinlega frá heilli ætt, allri fjölskyldunni þinni því við höfum ekki fylgt byggingarreglugerðum í svo mörg ár.“ Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar mun í fyrstu beina sjónum sínum að miðbænum. Vísir/Egill „Yfir 95% íbúða á Íslandi eru óaðgengilegar af því það er ekki farið eftir lögum og reglum. Líkurnar á því að þegar þú lendir í slysi að foreldrar þínir séu með aðgengi eða aðrir fjölskyldumeðlimir eru bara mjög litlar. Þú ert útilokaður frá svo rosalega mörgu.“ „Svo er þessi félagslegi þáttur. Það er talað um að fólk í hjólastólum einangri sig, það er ekki rétt heldur er það samfélagið sem einangrar sig frá fólki í hjólastólum ef það kemst ekki að því. Það er svo mikilvægt að þessi hópur fái að komast nánast óáreittur út um allt, það breytir ótrúlega miklu.“ Búið að borga fyrir aðgengi Arnar bendir á að við uppbyggingu húsnæðis sé gert ráð fyrir því í kostnaðaráætlun að byggingin standist allar reglugerðir og ekki síður kröfur um aðgengi. „Það er búið að borga fyrir þetta aðgengi sama dag og teikningin er samþykkt og sama dag og ákveðið var að fara í framkvæmdina. Það á að borga fyrir þetta allt en kaupandinn eða leigjandinn er sá sem er svikinn af þessum kostnaði. Ef hann á svo að fara að leggja út eitthvað fjármagn og fá einhvern hluta úr Aðgengissjóðnum þá er hann bara að borga tvisvar fyrir það.“ Þess ber að geta að samkvæmt stefnu sjóðsins sem til stendur að stofna í febrúar verður fyrst um sinn lögð áhersla á verkefni í miðbæ Reykjavíkur. Arnar segir að þrátt fyrir að hús byggð fyrir 1979 séu almennt undanskilin núgildandi aðgengiskröfum þurfi byggingarnar að uppfylla þær ef hlutverki þeirra var breytt eftir gildistökuna, til að mynda úr íbúðarhúsi í veitingastað eða verslun. Slíkt eigi við um marga opinbera staði í miðbænum.
Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira