Innlent

Tilkynningar um andlát orðnar átta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Egill Aðalsteinsson
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Egill Aðalsteinsson Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson

Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Rúna Hauksdóttir Hvannberg staðfestir þetta í samtali við Vísi. 

Hún segir að manneskjan sem lést hafi verið háöldruð og með undirliggjandi sjúkdóma. Hún hafði fengið seinni bólusetningu með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar séu um tengsl andlátsins við bólusetninguna, líkt og áður segir. Þá bendir Rúna á að hópurinn sem hafi fengið bólusetningu sé mikið til aldraðir og hrumir einstaklingar.

Lyfjastofnun hefur alls fengið 193 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. 123 tilkynningar eru vegna Pfizer-bóluefnisins, þar af níu alvarlegar, og 61 er vegna Moderna-bóluefnisins, þar af ein alvarleg.

Sérfræðingar embættis landlæknis rannsökuðu á dögunum fimm andlát sem tilkynnt voru til Lyfjastofnunar sem hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn Covid-19. Niðurstöðurnar bentu til þess að í fjórum þessara tilfella væri ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða.

Í einu tilfelli var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þótt líklegra væri að undirliggjandi sjúkdómur hefði átt þátt í andlátinu.

Þá var tölfræði dauðsfalla einnig könnuð í rönnsaknónni og athugað hvort andlát væru fleiri en í venjulegu árferði. Í ljós kom að þeim hafði ekki fjölgað.


Tengdar fréttir

109 til­kynningar borist vegna gruns um auka­verkun

Alls hafa 109 tilkynningar borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Þar af eru 75 vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech og 34 vegna Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar, ein í tengslum við bóluefni Moderna. Búið er að bólusetja 5.725 einstaklinga hér á landi með fyrri skammti. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.