Fréttir fóru að berast af því í morgun að Lampard yrði rekinn í dag og það var staðfest upp úr hádegi. Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að eytt fleiri hundruð milljónum í sumar.
„Það hefur verið mikill heiður og forréttindi að stýra Chelsea, félagi sem hefur þýtt svo mikið fyrir mig stóran hluta lífs míns. Fyrst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir ótrúlegan stuðning við mig síðustu átján mánuði. Ég vona að þeir viti hvað þetta þýddi fyrir mig,“ sagði Lampard.
„Þegar ég tók við liðinu vissi ég að fyrir höndum væri verkefni á erfiðum tímapunkti með félagið. Ég er ánægður með það sem við afrekuðum saman og stoltur af þeim akademíu leikmönnum sem tóku skrefið í aðalliðið og stóðu sig svo vel. Þeir eru framtíð félagsins.“
„Ég er ósáttur að hafa ekki fengið tímann til þess að leiða liðið áfram og koma því á næsta stig. Ég vil þakka Mr. Abramovich, stjórninni, leikmönnunum, þjálfarateyminu og öllum hjá félaginu fyrir þeirra vinnu, tileinkun, sérstaklega á þessum fordæmalausum og erfiðu tímum. Ég óska liðinu og félaginu alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Lampard.
The LMA has released a statement on behalf of Frank Lampard
— LMA (@LMA_Managers) January 25, 2021
➡️https://t.co/XUGPiDeHN0 pic.twitter.com/C7w8uXtiLx