Skiptin höfðu legið í loftinu en voru svo staðfest í gær. Þessi 32 ára Þjóðverji var einn af launahæstu leikmönnum Arsenal án þess að spila og tekur á sig mikla launalækkun í Tyrklandi. Þó mun hann áfram þéna góðan tékka og nú biður Fenerbache um hjálp.
„Við erum með ákall til stuðningsmanna okkar. Haldið áfram að styðja okkur. Það skiptir okkur einnig máli ykkar fjárhagslegi stuðningur. Á þessum degi, sem við skrifuðum undir (í gær) viljum við biðja um hjálp við að slá met með SMS herferðinni.“
„Kannski 300 þúsund, 500 þúsund eða ein milljón skilaboða samanlagt. Sá stuðningur myndi hjálpa okkur mikið,“ sagði Ali Koc, forseti Fenerbache, í ákalli til stuðningsmanna félagsins samtals talkSPORT.
Hvert SMS kostar 329 krónur svo fái Fenerbache milljón smáskilaboð þá safnast 329 milljónir til þess að hjálpa til við að greiða laun Özils. Hann er sagður þéna rúmar tíu milljónir á viku en Fenerbache er í fimmta sætinu í Tyrklandi, fimm stigum frá toppliði Besiktas.
Different idea. Fenerbahce plan SMS campaign on day they announce Özil signing. Each SMS sent to '1907' (year club formed) will cost 20 Turkish Lira (€2,20). Hope to raise up to €2million + 1m shirt sales. Salary circa €15m to 2024. Club debts, €520m. https://t.co/bebw1oC1Wy
— Alex Stone (@AlexStone7) January 23, 2021