Erlent

Fram­leiðandi kosninga­véla krefur Guili­ani um háar bætur vegna lyga

Atli Ísleifsson skrifar
Rudy Giuliani hefur starfað sem lögmaður Donalds Trump síðustu misserin. Hann verður þó ekki í logmannateymi forsetans fyrrverandi þegar öldungadeild Bandaríkjaþings tekur ákæru fulltrúadeildarinnar fyrir á næstu dögum.
Rudy Giuliani hefur starfað sem lögmaður Donalds Trump síðustu misserin. Hann verður þó ekki í logmannateymi forsetans fyrrverandi þegar öldungadeild Bandaríkjaþings tekur ákæru fulltrúadeildarinnar fyrir á næstu dögum. Getty/Rey Del Rio

Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur.

CNN segir frá því að málsóknin snúi að ítekuðum árásum Giulianis á fyrirtækið í tengslum við kosningarnar sem fram fóru í nóvember síðastliðnum. Giuliani sagði meðal annars í hlaðvarpsþáttum og sjónvarpsviðtölum að Dominion væri gjörspillt og í eigu venesúelskra kommúnista.

Dominion-kosningavélarnar voru notaðar víðs vegar um Bandaríkin í nýafstöðnum kosningum vestanhafs. Trump beindi sjálfur sjónum sínum að fyrirtækinu og sagði fyrirtækið hafa „eytt“ milljónum atkvæða sem greidd voru honum.

Málsókn Dominion Voting Systems er önnur í röðinni, en fyrir fáeinum vikum stefndi framleiðandinn lögmanninum Sidney Powell sem hafði varpað fram fullyrðingum, sambærilegum þeim sem komu úr ranni Giulianis.


Tengdar fréttir

Trump sagður reiður út í allt og alla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði.

Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu

Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×