Innlent

Selfossveitur fengu stóran lottóvinning

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Brosið fer ekki af þeim Sigurði Þór (t.v.) og Tómasi Ellert eftir að mikið magn fannst af heitu vatni við borun í Ósabotnun í landi Stóra Ármóts, sem er í Flóahreppi. Selfossveitur unnu stóran lottóvinning með fundinum.
Brosið fer ekki af þeim Sigurði Þór (t.v.) og Tómasi Ellert eftir að mikið magn fannst af heitu vatni við borun í Ósabotnun í landi Stóra Ármóts, sem er í Flóahreppi. Selfossveitur unnu stóran lottóvinning með fundinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Brosið af starfsmönnum Selfossveitna fer ekki af þeim þessa dagana því mikið af heitu vatni var að finnast eftir borun í Ósabotnum skammt frá Selfossi. Um er að ræða tuttugu lítra á sekúndu af níutíu og fimm gráðu heitu vatni.

Það eru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem bora nýju holuna með jarðbornum Sleipni með sérfræðiráðgjöf frá starfsmönnum Ísors. Holan er nú á 1730 metra dýpi og er staðsett í Ósabotnum norðaustan við Selfoss í landi Stóra Ármóts.

„Við erum svona gróflega að áætla þó það sé erfitt að meta það á þessari stundu að þetta séu tuttugu lítrar á sekúndu, sem er að koma upp úr holunni af níutíu til níutíu og fimm gráðu heitu vatni. Við stefnum á að fara allavega tvö þúsund metra með þessa holu. Svona hola kostar vel yfir 200 milljónir þannig að lottómiðinn er dýr ef ekki heppnast, nú unnum við í lottóinu, sem við erum mjög ánægðir með,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna.

En hvað þýðir allt þetta nýja heita vatn fyrir Sveitarfélagið Árborg og Selfossveitur?

„Það þýðir það að afhendinga öryggi á heitu vatni til íbúa mun aukast. Ég er bara mjög heitur fyrir framhaldinu fyrir því að halda áfram orkuöflun hér á svæðinu,“ segir Tómas Ellert Tómasson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar

Jarðborinn Sleipnir frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fann heita vatnið á 1730 metra dýpi.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.