Enski boltinn

Barcelona hefur áhuga á Aguero og Alaba

Ísak Hallmundarson skrifar
Aguero.
Aguero. getty/Manchester City FC

Spænska stórveldið Barcelona hefur áhuga á að semja við Sergio Aguero og David Alaba sem verða báðir samningslausir í sumar.

Aguero er talinn líklegur til að yfirgefa Manchester City eftir tíu ár hjá félaginu í sumar. Hann hefur verið að glíma við mikil meiðsli síðastliðið ár.

Barcelona sér hann sem arftaka Luis Suarez og vonast til að koma Aguero til félagsins muni sannfæra Lionel Messi, vin hans úr argentínska landsliðinu, til að vera áfram hjá félaginu.

Þá ætlar Barcelona að reyna að ná samkomulagi við David Alaba um að koma til félagsins í sumar frá Bayern, en erkifjendurnir í Real Madrid hafa einnig áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.