Innlent

Hand­tekinn vegna gruns um í­kveikju í húsi á Ólafs­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Tjörnin á Ólafsfirði.
Tjörnin á Ólafsfirði. Fjallabyggð

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur nú til rannsóknar eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði sem kom upp aðfararnótt mánudagsins 18. janúar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að grunur hafi vaknað að um íkveikju væri að ræða. Íbúi neðri hæðar hússins var þá handtekinn á vettvang skömmu fyrir klukkan þrjú þá um nóttina.

Einnig segir að strax náðst samband við íbúa efri hæðar hússins af lögreglu þegar komið var á vettvang. Rannsókn sé á frumstigi og hafi verið leitað aðstoðar tæknideildar lögreglu sem framkvæmdi vettvangsrannsókn á miðvikudaginn.

„Niðurstaðan þeirrar rannsóknar er væntanleg og verða skýrslutökur af vitnum svo fljótt sem verða má er veður gengur niður, en ófært hefur verið nánast síðan um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði sem kom upp aðfararnótt...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Friday, 22 January 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.