Fótbolti

FIFA segir að leik­menn evrópsku Ofur­deildarinnar muni ekki geta spilað á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eigendur Mancester United vilja stofna evrópska Ofurdeild. Ef svo færi mætti enginn leikmanna liðsins taka þátt á HM.
Eigendur Mancester United vilja stofna evrópska Ofurdeild. Ef svo færi mætti enginn leikmanna liðsins taka þátt á HM. Peter Cziborra/Getty Images

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett fótinn fyrir hurðina sem á að opna leið stórliða Evrópu að stofnun Ofurdeildar. Leikmenn þeirrar deildar myndu ekki fá leyfi sambandsins til að taka þátt í mótum á vegum þess.

Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði.

FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa.

Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna.

„FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið.

Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. 

Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.