Innlent

Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 

Þar sagði hann að Pfizer hefði birt uppfærða dreifingaráætlun og næstu vikurnar komi heldur færri skammtar til Íslands en ráðgert var. Það sé vegna minni framleiðslugetu fyrirtækisins vegna endurskipulagningar á framleiðslunni.

Þessi skortur í janúar og febrúar verði hins vegar bættur upp í marsmánuði. Heildarmagn sem komið verður til Íslands í marslok verði því óbreytt frá því sem áætlanir gera ráð fyrir, eða um 50 þúsund skammtar. Dreifingaráætlun í framhaldinu liggur ekki fyrir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.