Erlent

21 látinn eftir tvær sprengju­á­rásir í Bagdad

Atli Ísleifsson skrifar
Sjálfsvígssprengjuárásin er sú fyrsta í borginni í um tvö ár.
Sjálfsvígssprengjuárásin er sú fyrsta í borginni í um tvö ár. Getty/Murtadha Al-Sudani

Að minnsta kosti 21 er látinn eftir að tvær sjálfsvígssprengjuárásir voru gerðar í íröksku höfuðborginni Bagdad í morgun.

CNN greinir frá þessu og hefur eftir heimildum innan lögreglunnar þar í landi. Árásirnar voru gerðar á markaði á Tayaran-torgi í miðborg Bagdad.

Árásum sem þessum hefur fækkað mikið í Bagdad síðustu ár, en um var að ræða þær fyrstu í borginni í um tvö ár.

Talið er að fjöldi látinna kunni að hækka enn frekar.

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×