Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 15:03 Forsetar hafa hingað til haft hefð Reagan í heiðri, jafnvel eftir að hafa þurft að játa sig sigraða í kosningum. White House Collection/White House Historical Association Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. Trump tók ekki á móti forsetahjónunum verðandi í Hvíta húsinu né hefur hann rætt við Biden síðan forsetakosningarnar fóru fram. Nú er bara að bíða og sjá hvað segir í kveðjunni. „Kæri George. Það munu koma augnablik þar sem þig mun langa til að nota þetta bréfsefni.“ Þannig hófust fyrstu skilaboðin sem fráfarandi forseti skildi eftir fyrir eftirmann sinn en um var að ræða kveðju sem Ronald Reagan krotaði á minnisblokk prýdda mynd af kalkúnum að spóka sig á buguðum fíl. Fyrir ofan myndina stóð: „Ekki láta kalkúnana draga þig niður“ en fíllinn er að sjálfsögðu tákn Repúblikanaflokksins, sem Reagan og George H. W. Bush tilheyrðu báðir. „Velgengni þín er velgengni landsins“ Í umfjöllun sinni um málið segir AP markvert hversu einfaldar kveðjurnar hafa verið gegnum tíðina, ekki síst vegna þess hversu „stórt“ forsetaembættið er. Þá hafa þær jafnan verið hlýlegar og hvetjandi, sem er merkilegt í ljósi þess að þegar Bush tók við af Reagan var það í síðasta sinn sem nýr forseti tók við af flokksbróður sínum. „Þegar ég gekk inn á skrifstofuna rétt í þessu fann ég til sama mikilfengleika og sömu virðingar og ég fann fyrir fjórum árum. Ég veit að þú munt finna fyrir því líka,“ sagði Bush í skilaboðunum til Clinton. Bush óskaði Clinton hamingju í Hvíta húsinu og hvatti hann til að láta gagnrýnendur ekki draga úr sér eða víkja sér af leið. „Velgengni þín er núna velgengni landsins. Ég styð þig alla leið. Gangi þér vel.“ Hvíta húsið fyrir krakka Þegar Bush yngri tók við af Clinton sagði síðarnefndi að byrðarnar sem lægju nú á herðum hans væru miklar en oft á tíðum ýktar. Bush sagði í bréfi sínu til Obama að gagnrýnin yrði hörð, vinirnir myndu valda honum vonbrigðum en hvað sem gerðist myndi hann fá innblástur frá ástríðu þeirrar þjóðar sem hann færi nú fyrir. Þá skildu Jenna og Barbara Bush eftir leiðbeiningar fyrir krakka í Hvíta húsinu fyrir Maliu og Söshu Obama, sem fólu meðal annars í sér ábendingar um góð handrið til að renna sér niður og skemmtilega viðburði sem þær ættu að sækja með foreldrum sínum. Forseta fylgir fjölskylda en Malia og Sasha voru töluvert yngri en þær eru á þessari mynd þegar þær fluttu fyrst inn í Hvíta húsið.Hvíta húsið/Pete Souza Forspár Obama „Þetta er einstakt embætti,“ skrifaði Obama til Trump. Engar leiðbeiningar væru til sem segðu fyrir um hvernig stýra ætti landinu á farsælan hátt en hins vegar væri eitt sem hafa bæri í huga. „Við erum aðeins tímabundnir notendur þessarar skrifstofu,“ sagði Obama. Það gerði þá að verndurum þeirra lýðræðislegu stofnana og hefða sem forfeður þeirra hefðu barist og látið líf sitt fyrir. „Það er undir okkur komið að skilja við þessi áhöld lýðræðis okkar að minnsta kosti jafn sterk og þegar við tókum við þeim.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Barack Obama Tengdar fréttir Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Trump tók ekki á móti forsetahjónunum verðandi í Hvíta húsinu né hefur hann rætt við Biden síðan forsetakosningarnar fóru fram. Nú er bara að bíða og sjá hvað segir í kveðjunni. „Kæri George. Það munu koma augnablik þar sem þig mun langa til að nota þetta bréfsefni.“ Þannig hófust fyrstu skilaboðin sem fráfarandi forseti skildi eftir fyrir eftirmann sinn en um var að ræða kveðju sem Ronald Reagan krotaði á minnisblokk prýdda mynd af kalkúnum að spóka sig á buguðum fíl. Fyrir ofan myndina stóð: „Ekki láta kalkúnana draga þig niður“ en fíllinn er að sjálfsögðu tákn Repúblikanaflokksins, sem Reagan og George H. W. Bush tilheyrðu báðir. „Velgengni þín er velgengni landsins“ Í umfjöllun sinni um málið segir AP markvert hversu einfaldar kveðjurnar hafa verið gegnum tíðina, ekki síst vegna þess hversu „stórt“ forsetaembættið er. Þá hafa þær jafnan verið hlýlegar og hvetjandi, sem er merkilegt í ljósi þess að þegar Bush tók við af Reagan var það í síðasta sinn sem nýr forseti tók við af flokksbróður sínum. „Þegar ég gekk inn á skrifstofuna rétt í þessu fann ég til sama mikilfengleika og sömu virðingar og ég fann fyrir fjórum árum. Ég veit að þú munt finna fyrir því líka,“ sagði Bush í skilaboðunum til Clinton. Bush óskaði Clinton hamingju í Hvíta húsinu og hvatti hann til að láta gagnrýnendur ekki draga úr sér eða víkja sér af leið. „Velgengni þín er núna velgengni landsins. Ég styð þig alla leið. Gangi þér vel.“ Hvíta húsið fyrir krakka Þegar Bush yngri tók við af Clinton sagði síðarnefndi að byrðarnar sem lægju nú á herðum hans væru miklar en oft á tíðum ýktar. Bush sagði í bréfi sínu til Obama að gagnrýnin yrði hörð, vinirnir myndu valda honum vonbrigðum en hvað sem gerðist myndi hann fá innblástur frá ástríðu þeirrar þjóðar sem hann færi nú fyrir. Þá skildu Jenna og Barbara Bush eftir leiðbeiningar fyrir krakka í Hvíta húsinu fyrir Maliu og Söshu Obama, sem fólu meðal annars í sér ábendingar um góð handrið til að renna sér niður og skemmtilega viðburði sem þær ættu að sækja með foreldrum sínum. Forseta fylgir fjölskylda en Malia og Sasha voru töluvert yngri en þær eru á þessari mynd þegar þær fluttu fyrst inn í Hvíta húsið.Hvíta húsið/Pete Souza Forspár Obama „Þetta er einstakt embætti,“ skrifaði Obama til Trump. Engar leiðbeiningar væru til sem segðu fyrir um hvernig stýra ætti landinu á farsælan hátt en hins vegar væri eitt sem hafa bæri í huga. „Við erum aðeins tímabundnir notendur þessarar skrifstofu,“ sagði Obama. Það gerði þá að verndurum þeirra lýðræðislegu stofnana og hefða sem forfeður þeirra hefðu barist og látið líf sitt fyrir. „Það er undir okkur komið að skilja við þessi áhöld lýðræðis okkar að minnsta kosti jafn sterk og þegar við tókum við þeim.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Barack Obama Tengdar fréttir Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47
Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01