Manchester United endurheimti toppsætið af Manchester City, sem skaust á toppinn fyrr í kvöld, með 2-1 útisigri á Fulham í kvöld. Man. United hefur þar af leiðandi ekki tapað deildarleik á útivelli í rúmt ár.
7 - Manchester United have won seven Premier League games having gone behind this season – only Newcastle in 2001-02 (10) and Man Utd themselves in 2012-13 (9) have done so more in a single campaign. Mindset. pic.twitter.com/fMpStIgumf
— OptaJoe (@OptaJoe) January 20, 2021
Það voru ekki liðnar fimm mínútur er Ademola Lookman skoraði fyrsta mark leiksins. Andre-Frank Zambo Anguissa gaf þá góða sendingu inn fyrir vörn United, rangstöðutaktíkin geigaði og Lookman kom boltanum framhjá De Gea.
Edinson Cavani og Mason Greenwood voru komnir inn í byrjunarlið United eftir að hafa verið á bekknum gegn Liverpool um liðna helgi. Cavani þakkaði traustið með marki á 21. mínútu eftir fyrirgjöf Bruno Ferndnes. 1-1 í hálfleik.
Það var svo á 65. mínútu sem sigurmarkið kom. Paul Pogba skoraði þá með glæsilegu vinstri fótar skoti eftir smá einleik. Óverjandi fyrir Alphonse Areola. Annar útileikurinn af síðustu þremur sem Pogba er hetjan. Lokatölur 2-1.
⚽️ Since returning to the club in 2016, Paul Pogba has scored 6 PL goals from outside the penalty area - the joint most for the club in that time (with Marcus Rashford) pic.twitter.com/9g81tpBmJ0
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 20, 2021
United er með 40 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Man. City og Leicester sem eru í öðru og þriðja sætinu með 38 stig. Fulham er í átjánda sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti.