Fótbolti

Zlatan himinlifandi að fá Mandzukic til að hræða mótherja Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mario Mandzukic varð fjórum sinnum ítalskur meistari með Juventus og vill endurtaka leikinn með AC Milan.
Mario Mandzukic varð fjórum sinnum ítalskur meistari með Juventus og vill endurtaka leikinn með AC Milan. getty/Alessandro Bremec

AC Milan, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, hefur samið við króatíska framherjann Mario Mandzukic út tímabilið.

Mandzukic hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Al Duhail í Katar í sumar. Hann þekkir vel til í ítölsku úrvalsdeildinni en hann lék með Juventus á árunum 2015-19 og varð fjórum sinnum Ítalíumeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.

Hinn 34 ára Mandzukic á að styðja við bakið á Zlatan Ibrahimovic í framlínu Milan. Svíinn skoraði bæði mörk Milan í 0-2 útisigri á Cagliari í gær.

Zlatan er himinlifandi að fá Mandzukic til Milan. „Ég er mjög ánægður. Nú verðum við tveir til að skjóta andstæðingunum skelk í bringu,“ sagði sænski framherjinn.

Milan er með þriggja stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar og komið í átta liða úrslit ítölsku bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Inter.

Mandzukic lék 89 landsleiki fyrir Króatíu og skoraði 33 mörk á árunum 2007-18. Síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur HM í Rússlandi þar sem Frakkland sigraði Króatíu, 4-2. Mandzukic skoraði bæði í rétt og rangt mark í leiknum.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Zlatan snéri aftur í Seria A með látum

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk AC Milan sem er með þriggja stiga forystu á granna sína í Inter eftir 2-0 sigur á Cagliari í ítalska boltanum í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.