Fótbolti

Hefur skorað á hverju ári á þessari öld og einu ári betur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic fagnar öðru marka sinna fyrir AC Milan á móti Cagliari í gærkvöldi.
Zlatan Ibrahimovic fagnar öðru marka sinna fyrir AC Milan á móti Cagliari í gærkvöldi. Getty/Enrico Locci

Einn besti framherji heims í dag var ekki fæddur þegar Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði sitt fyrsta mark í atvinnumennsku og hann hefur skorað á öllum árum síðan.

Zlatan Ibrahimovic skoraði í gærkvöldi sitt fyrsta mark á árinu 2021. Þetta þýðir að kappinn hefur skorað mark í mótsleik á hverju ári frá árinu 1999.

Sænski framherjinn skoraði ekki eitt mark heldur tvö í 2-0 útisigri AC Milan á Cagliari. Fyrra markið hans kom úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu en það seinna kom á 52. mínútu.

Zlatan Ibrahimovic er með tólf mörk í átta deildarleikjum á tímabilinu en mörkin hans í gærkvöldi tryggðu AC Milan liðinu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Ibrahimovic hefur nú skorað jafnmörg deildarmörk og Norðmaðurinn Erling Haaland en aðeins þrír leikmenn í fimm bestu deildunum í Evrópu.

Zlatan hefur skorað á hverju ári á þessari öld og gott betur. Hann hefur skorað á öllum árum frá árinu 1999.

Erling Haaland er fæddur í júlí 2000 og var því ekki einu sinni orðinn hugmynd þegar Ibrahimovic byrjaði að skora fyrir meistaraflokkslið.

Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á fertugsafmæli sitt í október næstkomandi. Hann hóf feril sinn með Malmö FF í Svíþjóð og skoraði sitt fyrsta mark í sænsku deildinni sumarið 1999.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.