Handtekinn eftir 130 tilefnislaus símtöl í Neyðarlínuna Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 19:33 Viðkomandi var látinn laus eftir yfirheyrslur. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Lögreglan á Suðurlandi handtók á laugardag einstakling sem hafði hringt 130 sinnum í Neyðarlínuna frá morgni til hádegis án ástæðu. Viðkomandi var handtekinn á hosteli á Selfossi þar sem hann dvaldi, en þar brást hann ókvæða við og hrækti á lögreglumenn. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar á Suðurlandi yfir verkefni liðinnar viku. Lögreglumenn sinntu sóttvarnaeftirliti í líkamsræktarstöð á Suðurlandi í gær, en þar hafði að öllum líkindum verið brotið gegn sóttvarnareglum. Umsjónarmaður stöðvarinnar ákvað að loka henni þar til hlutirnir væru komnir í lag, en skýrsla var rituð og fer því næst til ákærusviðs. Á fimmtudag í síðustu viku lagði lögregla hald á þrjátíu kannabisplöntur í Árnessýslu og kannaðist íbúi hússins við að eiga ræktunina, en hún hafði farið fram í sérstaklega innréttuðu herbergi í kjallara hússins. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ýmissa brota, en ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn var kærður fyrir farsímanotkun án handfrjáls búnaðar og var sektaður um fjörutíu þúsund krónur. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka með farm sem mældist 4,41 metrar á breidd án þess að hafa tilskilin leyfi, annar fyrir að aka öfugu megin við umferðareyju á Selfossi og tveir fyrir að hafa ekki kveikt á aðalljósum bifreiða sinna. Þá voru tveir kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og tveir fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. Lögreglumál Árborg Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar á Suðurlandi yfir verkefni liðinnar viku. Lögreglumenn sinntu sóttvarnaeftirliti í líkamsræktarstöð á Suðurlandi í gær, en þar hafði að öllum líkindum verið brotið gegn sóttvarnareglum. Umsjónarmaður stöðvarinnar ákvað að loka henni þar til hlutirnir væru komnir í lag, en skýrsla var rituð og fer því næst til ákærusviðs. Á fimmtudag í síðustu viku lagði lögregla hald á þrjátíu kannabisplöntur í Árnessýslu og kannaðist íbúi hússins við að eiga ræktunina, en hún hafði farið fram í sérstaklega innréttuðu herbergi í kjallara hússins. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ýmissa brota, en ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn var kærður fyrir farsímanotkun án handfrjáls búnaðar og var sektaður um fjörutíu þúsund krónur. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka með farm sem mældist 4,41 metrar á breidd án þess að hafa tilskilin leyfi, annar fyrir að aka öfugu megin við umferðareyju á Selfossi og tveir fyrir að hafa ekki kveikt á aðalljósum bifreiða sinna. Þá voru tveir kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og tveir fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna.
Lögreglumál Árborg Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira