Kveður FCK sem stuðningsmaður og vill eitt ævintýri í viðbót Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 17:02 Ragnar Sigurðsson er mættur í búning Rukh Lviv. mynd/fcrukh.com „Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki. Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki.
Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27