Ragnar skrifaði síðasta sumar undir nýjan samning til eins árs við FCK en nú er þessi 34 ára leikmaður á leið í úkraínsku úrvalsdeildina.
Ragnar, sem lék með FCK árin 2011-2013 við afar góðan orðstír, sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan eftir að hafa leikið í Rússlandi með Rostov og Krasnodar, auk eins tímabils með Fulham í Englandi.
Ragnar hefur hins vegar aðeins náð að spila fimm deildarleiki eftir endurkomuna til FCK en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn.
Rukh Lviv er í 12. sæti af 14 liðum í úkraínusku úrvalsdeildinni, með 9 stig eftir 13 leiki. Liðið er nýliði í deildinni eftir að hafa lent í 2. sæti næstefstu deildar á síðustu leiktíð.