Fótbolti

Albert spilaði fyrsta klukkutímann í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar þegar liðið fékk ADO Den Haag í heimsókn í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Alberti var skipt af velli á 62.mínútu en skömmu áður höfðu gestirnir frá Haag tekið forystuna í leiknum.

Um var að ræða fjórfalda skiptingu en einn af þeim sem kom inn á var tvítugur Marokkómaður að nafni Zakaria Aboukhlal.

Hann átti eftir að reynast hetja Alkmaar því hann hlóð í tvennu með mörkum á 72. og 89.mínútu sem tryggði AZ 2-1 sigur.

AZ í 5.sæti hollensku deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Ajax.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.