Íslenski boltinn

Valsarar fóru illa með Víkinga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Haukur Páll Sigurðsson skoraði í dag.
Haukur Páll Sigurðsson skoraði í dag. VÍSIR/HAG

Undirbúningstímabilið í íslenska fótboltanum er komið á fullt og í dag var stórleikur í Reykjavíkurmótinu.

Valur vann þá öruggan 4-1 sigur á Víkingi.

Birkir Heimisson kom Völsurum á blað áður en Atli Barkarson jafnaði metin fyrir Víkinga. Því var svarað með marki frá Birki Má Sævarssyni og það voru svo Sigurður Dagsson og Haukur Páll Sigurðsson sem innsigluðu sigur Vals.

Leiknir vann einnig öruggan sigur á Þrótti þar sem lokatölur urðu 4-2 fyrir Leiknismönnum.

Leiknir að undirbúa sig fyrir Pepsi Max deildina eftir að hafa fengið sæti í deildinni fyrir framgöngu sína í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.