Erlent

Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mynd af K2 sem Mingma birti á Facebook-síðu sinni í morgun.
Mynd af K2 sem Mingma birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Facebook/Mingma G

Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir.

Mingma greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann ásamt teymi sínu hefði náð í búðir fjögur á K2. Síðasti spölurinn væri í augsýn. Í morgun kvaðst hann svo hafa farið yfir „flöskuhálsinn“ svokallaða og um tveimur klukkustundum síðar sagðist hann 200 metrum frá tindinum.

„Við erum nú 200 metrum frá því að fylla Nepal og fjallamennskusamfélagið stolti,“ segir í færslu Mingma, sem birt var á níunda tímanum í morgun.

We are now 200m away to make Nepal n climbing community proud. #Nepalese_Team_Winter_K2 #imagine_Nepal #Sherpa #Pakistan #Nepal #Nepalese_Sherpa #Team #K2 #K2_winter

Posted by Mingma G on Laugardagur, 16. janúar 2021

John Snorri og teymi hans fóru með búnað í búðir þrjú í gær en sneru svo aftur í búðir tvö. Þar er John Snorri enn staddur, samkvæmt staðsetningarkorti.


Tengdar fréttir

John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn.

John Snorri þráir kóka-kóla á K2

John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla.

John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.