Erlent

Boðar til kosninga í Palestínu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. Getty/Spencer Platt

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur tilkynnt að gengið verði til þing- og forsetakosninga í landinu. Síðustu kosningar fóru fram árið 2006.

Guardian greinir frá því að gengi verði til þingkosninga þann 22. maí og forsetakosninga 31. júlí. Samkvæmt yfirlýsingu forsetans verður kosið alls staðar í Palestínu, þar á meðal Austur-Jerúsalem, Gaza og Vesturbakkanum.

Ein helsta ástæða þess að ekki hefur verið gengið til kosninga í Palestínu í fimmtán ár er ágreiningur milli Fatah-flokks forsetans og Hamas-liða, sem farið hafa saman með völd Palestínu. Í yfirlýsingu frá Hamas var ákvörðun Abbas fagnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×