Klopp gefur lítið fyrir ummæli Solskjær Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2021 13:01 Myndi horfa hvar sem ég væri í heiminum, segir sá þýski um leik morgundagsins. Owen Humphreys - Pool/Getty Images Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gefur lítið fyrir ummæli Ole Gunnars Solskjær, stjóra Man. United, að það kæmi á óvart ef að United myndi ná að vinna ensku meistarana á þeirra heimavelli á morgun. Norðmaðurinn sagði í morgun að það yrði óvænt úrslit ef Man. United myndi hafa betur í leik liðanna á morgun en efstu tvö liðin mætast á Anfield klukkan 16.30 á morgun. Klopp hreifst ekki af ummælum Solskjærs. „Ég hef verið í fimm ár á Englandi og United er aldrei litla liðið. Þeir geta ekki verið það og þannig er það bara,“ sagði Klopp í samtali við fjölmiðla. Sá þýski hélt áfram: „Þeir eru alltaf með gott lið, góða leikmenn og alltaf mjög góða stjóra og þjálfara. Þetta hefur alltaf verið svona og þeir eru á toppi deildarinnar. Þeir geta ekki verið litla liðið.“ 'Manchester United are never underdogs!' - Liverpool boss Klopp dismisses Solskjaer's 'upset' claim ahead of Anfield clash https://t.co/3TDpIKy7fU pic.twitter.com/b5l0ViRWNK— Goal Africa (@GoalAfrica) January 15, 2021 Klopp segir að einbeiting Liverpool fari meira á það hvernig gestirnir munu spila en hvort liðið sé líklegra til þess að vinna eða ekki. „En við erum á heimavelli og við horfum ekki bara á þá á toppnum og segjum að við séum ólíklegri. Við þurfum að stýra leiknum en yfirleitt breyta þeir um leikaðferð gegn okkur. Þeir spiluðu tíu sinnum með fjóra í vörn og svo gegn RB Leipzig spiluðu þeir með fimm.“ „Kannski munu þeir breyta því. Þetta eru hlutirnir sem við þurfum að hugsa um, en ekki hvort liðið er minna liðið eða ólíklegra til að vinna. Þetta er Liverpool gegn United og það er rosalegur leikur. Hvar sem ég væri í heiminum, myndi ég horfa. Þetta er leikur!“ sagði Klopp spenntur. Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær segir það óvænt vinni United á Anfield Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það yrði óvænt úrslit ef toppliðið muni sækja þrjú stig á Old Trafford á sunnudaginn er liðin mætast í toppslag. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 á Anfield á morgun. 16. janúar 2021 09:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Norðmaðurinn sagði í morgun að það yrði óvænt úrslit ef Man. United myndi hafa betur í leik liðanna á morgun en efstu tvö liðin mætast á Anfield klukkan 16.30 á morgun. Klopp hreifst ekki af ummælum Solskjærs. „Ég hef verið í fimm ár á Englandi og United er aldrei litla liðið. Þeir geta ekki verið það og þannig er það bara,“ sagði Klopp í samtali við fjölmiðla. Sá þýski hélt áfram: „Þeir eru alltaf með gott lið, góða leikmenn og alltaf mjög góða stjóra og þjálfara. Þetta hefur alltaf verið svona og þeir eru á toppi deildarinnar. Þeir geta ekki verið litla liðið.“ 'Manchester United are never underdogs!' - Liverpool boss Klopp dismisses Solskjaer's 'upset' claim ahead of Anfield clash https://t.co/3TDpIKy7fU pic.twitter.com/b5l0ViRWNK— Goal Africa (@GoalAfrica) January 15, 2021 Klopp segir að einbeiting Liverpool fari meira á það hvernig gestirnir munu spila en hvort liðið sé líklegra til þess að vinna eða ekki. „En við erum á heimavelli og við horfum ekki bara á þá á toppnum og segjum að við séum ólíklegri. Við þurfum að stýra leiknum en yfirleitt breyta þeir um leikaðferð gegn okkur. Þeir spiluðu tíu sinnum með fjóra í vörn og svo gegn RB Leipzig spiluðu þeir með fimm.“ „Kannski munu þeir breyta því. Þetta eru hlutirnir sem við þurfum að hugsa um, en ekki hvort liðið er minna liðið eða ólíklegra til að vinna. Þetta er Liverpool gegn United og það er rosalegur leikur. Hvar sem ég væri í heiminum, myndi ég horfa. Þetta er leikur!“ sagði Klopp spenntur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær segir það óvænt vinni United á Anfield Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það yrði óvænt úrslit ef toppliðið muni sækja þrjú stig á Old Trafford á sunnudaginn er liðin mætast í toppslag. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 á Anfield á morgun. 16. janúar 2021 09:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Solskjær segir það óvænt vinni United á Anfield Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það yrði óvænt úrslit ef toppliðið muni sækja þrjú stig á Old Trafford á sunnudaginn er liðin mætast í toppslag. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 á Anfield á morgun. 16. janúar 2021 09:31