Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2021 15:00 Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. Velferðarnefnd sat á fundi um frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum þegar fréttir af ákvörðun heilbrigðisráðherra bárust í hádeginu. Helga Vala segir í samtali við Vísi að þeir lögspekingar sem komið hafi fyrir nefndina séu allir sammála um að heimildina skorti. „Og eru þannig sammála fyrri skoðun heilbrigðisráðherra um það,“ segir Helga Vala. Vilja búa til lagastoð með frumvarpi um landamæraskimun Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi í dag með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin. „Við hlýðum Þórólfi þar, við skiljum það. Hann bað um þetta í nóvember en heilbrigðisráðherra féllst ekki á það þá og sagði að það vantaði lagastoð. Ég spurði þá: Við erum löggjafinn, setjum lagastoð undir þetta,“ segir Helga Vala. „Aftur bað hann [Þórólfur] um þetta og það var ekki farið að því í síðustu viku en núna allt í einu telur ráðherra sig ekki þurfa lagastoð. Og ég er auðvitað lögfræðingur og ég verð að vera sammála kollegum mínum að ég tel lagastoð skorta. Og ég held það sé óhjákvæmilegt að skýra lögin því framsal á þessu valdi er langt umfram það sem eðlilegt er.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag að ástæðan fyrir ákvörðuninni væru þau brot á sóttkví sem komið hefðu upp og vísaði til „vaxandi alvarleika“ með hverjum deginum sem líður. Þá sagði hún að stjórnvöld teldu nú að lög styðji nægilega vel við ákvörðunina vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp. Því sé gripið til þessa neyðarúrræðis. Skilur alls ekki hvað breyttist Helga Vala furðar sig á þessari afstöðu. „Ráðuneytið hefur verið algjörlega skýrt með það að það skorti lagastoð. Hvað gerðist? Það er engin breyting á því. Stjórnarskránni hefur ekki verið breytt í millitíðinni,“ segir Helga Vala. „En svo segist hún [Svandís] allt í einu ekki þurfa lagaheimild? Ég skil ekki hvað breyttist, bara alls ekki.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Þessi neyð sem vísað er til – heldurðu að hún hafi eitthvað að segja gagnvart lögunum? „Þeir sjá ekki að það sé einhver heimild frekari núna en þá. En ég skal ekki segja, allavega ekki þeir sem ég hef heyrt í og lesið eftir.“ Þá telur Helga Vala enn verði einhver bið á því að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum verði afgreitt. „Miðað við umsagnir og miðað við að við erum búin með þrjá fundi og eigum eftir að fá tvo gesti inn finnst mér ólíklegt að það náist alveg í bráð. Og ég er ekki viss um að það sé eining innan stjórnarliðsins um að keyra þetta mál í gegn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27 Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum. 15. janúar 2021 12:34 Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Velferðarnefnd sat á fundi um frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum þegar fréttir af ákvörðun heilbrigðisráðherra bárust í hádeginu. Helga Vala segir í samtali við Vísi að þeir lögspekingar sem komið hafi fyrir nefndina séu allir sammála um að heimildina skorti. „Og eru þannig sammála fyrri skoðun heilbrigðisráðherra um það,“ segir Helga Vala. Vilja búa til lagastoð með frumvarpi um landamæraskimun Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi í dag með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin. „Við hlýðum Þórólfi þar, við skiljum það. Hann bað um þetta í nóvember en heilbrigðisráðherra féllst ekki á það þá og sagði að það vantaði lagastoð. Ég spurði þá: Við erum löggjafinn, setjum lagastoð undir þetta,“ segir Helga Vala. „Aftur bað hann [Þórólfur] um þetta og það var ekki farið að því í síðustu viku en núna allt í einu telur ráðherra sig ekki þurfa lagastoð. Og ég er auðvitað lögfræðingur og ég verð að vera sammála kollegum mínum að ég tel lagastoð skorta. Og ég held það sé óhjákvæmilegt að skýra lögin því framsal á þessu valdi er langt umfram það sem eðlilegt er.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag að ástæðan fyrir ákvörðuninni væru þau brot á sóttkví sem komið hefðu upp og vísaði til „vaxandi alvarleika“ með hverjum deginum sem líður. Þá sagði hún að stjórnvöld teldu nú að lög styðji nægilega vel við ákvörðunina vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp. Því sé gripið til þessa neyðarúrræðis. Skilur alls ekki hvað breyttist Helga Vala furðar sig á þessari afstöðu. „Ráðuneytið hefur verið algjörlega skýrt með það að það skorti lagastoð. Hvað gerðist? Það er engin breyting á því. Stjórnarskránni hefur ekki verið breytt í millitíðinni,“ segir Helga Vala. „En svo segist hún [Svandís] allt í einu ekki þurfa lagaheimild? Ég skil ekki hvað breyttist, bara alls ekki.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Þessi neyð sem vísað er til – heldurðu að hún hafi eitthvað að segja gagnvart lögunum? „Þeir sjá ekki að það sé einhver heimild frekari núna en þá. En ég skal ekki segja, allavega ekki þeir sem ég hef heyrt í og lesið eftir.“ Þá telur Helga Vala enn verði einhver bið á því að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum verði afgreitt. „Miðað við umsagnir og miðað við að við erum búin með þrjá fundi og eigum eftir að fá tvo gesti inn finnst mér ólíklegt að það náist alveg í bráð. Og ég er ekki viss um að það sé eining innan stjórnarliðsins um að keyra þetta mál í gegn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27 Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum. 15. janúar 2021 12:34 Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27
Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum. 15. janúar 2021 12:34
Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56