Innlent

Fimm greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Tæplega sex þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hérlendis frá upphafi heimsfaraldursins.
Tæplega sex þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hérlendis frá upphafi heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm

Fimm greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. Alls eru nítján nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og enginn á gjörgæslu.

Sjö greindust smitaðir á landamærum í gær – tveir með virkt smit í seinni skimun og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilvikum fimm.

160 manns eru nú í einangrun, samanborið við 169 í gær. Þá eru 229 í sóttkví í dag, samanborið við 228 í gær. 1.464 eru nú í skimunarsóttkví, en voru 1.853 í gær.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 18,5, en var 18,0. Nýgengi landamærasmita er nú 29,5, en var 28,1 í gær.

Alls hafa 5.956 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar. Þá hafa 29 dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.

Alls voru tekin 823 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær og 712 sýni á landamærunum eða í seinni landamæraskimun. Þá voru tekin níu sýni í annarri skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×