Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 21:10 Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. Starfsmenn Hvíta hússins eru byrjaðir að yfirgefa skrifstofur sínar og samkvæmt heimildum Washington Post er forsetinn sagður argur út í þá sem eftir eru. Meðal annars er hann sagður hafa skipað starfsmönnum sínum að hætta að greiða Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, vegna viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Þá var hann reiður yfir því að fáir komu honum til varnar í ákæruferlinu. Þar á meðal eru þau Kayleigh McEnany upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jared Kushner tengdasonur hans og ráðgjafi, Larry Kudlow efnahagsráðgjafi og Mark Meadows starfsmannastjóri. Enginn þeirra hefur komið Trump til varnar í fjölmiðlum. Trump var ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur um mánaða skeið haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sagt að hann sé opinn fyrir því að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og að hann ætli að hlusta á málarekstur í öldungadeildinni þegar hann hefst. Annars hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins að mestu þagað um ákæruna. Réttarhöldin í öldungadeildinni munu ekki hefjast fyrr en eftir eða jafnvel sama dag og Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. Tveir þriðju þingmanna þyrftu að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og það þýðir að minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins þyrftu að ganga til liðs við Demókrata. Tíu þingmenn í fulltrúadeildinni gerðu það í gær. Öldungadeildarþingmaðurinn Linsdey Graham hefur þó staðið Trump nærri. Hann segir forsetann hafa sætt sig við að forsetatíð sinni sé lokið. Hann standi þó enn í þeirri trú að svindlað hafi verið á sér. Graham hefur verið að hringja í aðra öldungadeildarþingmenn og hvetja þá til að standa við bakið á Trump, samkvæmt talsmanni hans sem ræddi við blaðamann Politico. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó heyrt af því að Graham hafi sagt vinum sínum og starfsmönnum að hann telji Trump hafa framið embættisbrot í tengslum við árásina á þinghúsið. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11 Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru byrjaðir að yfirgefa skrifstofur sínar og samkvæmt heimildum Washington Post er forsetinn sagður argur út í þá sem eftir eru. Meðal annars er hann sagður hafa skipað starfsmönnum sínum að hætta að greiða Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, vegna viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Þá var hann reiður yfir því að fáir komu honum til varnar í ákæruferlinu. Þar á meðal eru þau Kayleigh McEnany upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jared Kushner tengdasonur hans og ráðgjafi, Larry Kudlow efnahagsráðgjafi og Mark Meadows starfsmannastjóri. Enginn þeirra hefur komið Trump til varnar í fjölmiðlum. Trump var ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur um mánaða skeið haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sagt að hann sé opinn fyrir því að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og að hann ætli að hlusta á málarekstur í öldungadeildinni þegar hann hefst. Annars hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins að mestu þagað um ákæruna. Réttarhöldin í öldungadeildinni munu ekki hefjast fyrr en eftir eða jafnvel sama dag og Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. Tveir þriðju þingmanna þyrftu að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og það þýðir að minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins þyrftu að ganga til liðs við Demókrata. Tíu þingmenn í fulltrúadeildinni gerðu það í gær. Öldungadeildarþingmaðurinn Linsdey Graham hefur þó staðið Trump nærri. Hann segir forsetann hafa sætt sig við að forsetatíð sinni sé lokið. Hann standi þó enn í þeirri trú að svindlað hafi verið á sér. Graham hefur verið að hringja í aðra öldungadeildarþingmenn og hvetja þá til að standa við bakið á Trump, samkvæmt talsmanni hans sem ræddi við blaðamann Politico. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó heyrt af því að Graham hafi sagt vinum sínum og starfsmönnum að hann telji Trump hafa framið embættisbrot í tengslum við árásina á þinghúsið.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11 Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11
Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14
Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31