Innlent

SÍF fundar með stjórn­endum Borgar­holts­skóla vegna á­rásarinnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Borgarholtsskóla í gær.
Frá vettvangi í Borgarholtsskóla í gær. Vísir/Vilhelm

Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar vopnaða árás sem gerð var í Borgarholtsskóla í gær.

Í yfirlýsingu frá SÍF segir að mikilvægt sé nemendum finnist þeir öruggir í þeim skólum þar sem þeir stundanám. Atvik á borð við þetta geti dregið verulega úr þeirri öryggiskennd.

„Mikilvægt er að nemendur fái alla þá áfallahjálp sem þeir þurfa og stuðning við að halda áfram námi.

SÍF mætir á fund í dag með stjórnendum Borgarholtsskóla til að fara yfir stöðuna.

SÍF vonar innilega að þeir nemendur sem særðir eru nái sér að fullu, sem og aðrir nemendur sem atvikið hafði áhrif á,“ segir í yfirlýsingu SÍF sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:

Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar það atvik sem átti sér stað í Borgarholtsskóla í gær, 13.janúar. Mikilvægt er að nemendum finnist þeir öruggir í þeim skólum sem þeir stunda nám við en atvik sem þetta getur dregið verulega úr þeirri öryggiskennd. Mikilvægt er að nemendur fái alla þá áfallahjálp sem þeir þurfa og stuðning við að halda áfram námi.

SÍF mætir á fund í dag með stjórnendum Borgarholtsskóla til að fara yfir stöðuna.

SÍF vonar innilega að þeir nemendur sem særðir eru nái sér að fullu, sem og aðrir nemendur sem atvikið hafði áhrif á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×