Vopnuð árás í Borgarholtsskóla

Fréttamynd

Vafi féll þrí­tuga bróðurnum í vil

Maður á þrítugsaldri sem ákærður var í Borgarholtsskólamálinu svokallaða var sýknaður þar sem ekki tókst að sanna á hann líkamsárás. Lögmaður eins sakfelldu segir koma á óvart að fullorðnir menn, sem ekki sæki nám en komi inn í skóla og taki þátt í átökum, séu sýknaðir.

Innlent
Fréttamynd

Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi

Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður. 

Innlent
Fréttamynd

Réðst á sam­fanga og skallaði fanga­vörð á Hólms­heiði

Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Móður hótað og vitni ótta­slegin í spennu­þrungnu and­rúms­lofti

Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir

Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Á vakt fyrir Ísland

Í dag og á morgun fer fram málþingið „Á vakt fyrir Ísland“, sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir. Á dagskrá eru ýmis erindi sem tengjast störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og umfjöllun um nokkur af stærri verkefnum þeirra síðasta ár.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn látinn laus í fyrradag

Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við.

Innlent
Fréttamynd

Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum

Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla

Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir.

Innlent
Fréttamynd

Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla

Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum.

Innlent