Innlent

„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag.

Nemendurnir söfnuðust saman fyrir utan skólann eftir að lögregla hafði rýmt húsið. Þar á meðal var Ebba Magnúsdóttir sem sagðist enn vera í áfalli þegar fréttamaður ræddi við hana innan við klukkustund frá því að árásin var.  

„Við sáum strák labba blóðugan um gangana og svo fullt af löggu að rýma allt og segja okkur að vera inni í stofu.“

Varstu hrædd? Já, skíthrædd, ég skelf ennþá.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ebbu auk skólameistara Borgarholtsskóla. Farið var yfir atburðarrásina í dag en lögregla verst enn allra fregna um málið. Þó hefur verið sagt að enginn þeirra sex sem fóru á bráðamóttöku séu í lífshættu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×