Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 15:17 Ársæll Guðmundsson skólastjóri í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. „Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
„Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira