Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Kolbeinn Tumi Daðason, Kristín Ólafsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 13. janúar 2021 13:03 Sérsveitarmenn fyrir utan Borgarholtsskóla í dag sjást til vinstri á mynd. Myndin til hægri er tekin inni í skólanum í dag. Samsett Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla mætti upp í Borgarholtsskóla upp úr klukkan eitt en lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ungur maður var leiddur í járnum út úr skólanum um klukkan 13:30 og færður út í lögreglubíl. Eftir það hafi verið dregið úr viðbúnaði á staðnum að sögn fréttamanns á staðnum. Vísir fékk myndbandið hér fyrir neðan sent frá sjónarvotti þar sem má sjá árás með hafnaboltakylfu. Myndbandinu hefur verið breytt til að má út persónugreinanlegar upplýsingar. Við vörum viðkvæma við myndbandinu. Klippa: Árás með hafnarboltakylfu í Borgarholtsskóla Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem ráðist hafi verið á nemendur í skólanum, einhvers konar átök hafi átt sér stað. Hún kveðst ekki vita að svo stöddu hvort hnífi hafi verið beitt við árásina. Tilkynning barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 13 í dag.Vísir/Vilhelm Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að þrír hafi mætt vopnaðir í skólann. Komið hafi til hópslagsmála á göngunum og þau síðan borist út. Starfsmannafundi lauk nú á þriðja tímanum og segir Ársæll að starfsfólk skólans sé í áfalli vegna atburðanna. Telja sig hafa náð í skottið á flestum Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um átök milli manna í skólanum rétt fyrir klukkan 13. Fengust upplýsingar um að hafnaboltakylfa og jafnvel fleiri vopn hafi verið notuð. Ásgeir Þór staðfestir að einhverjir séu sárir og verði fluttir á slysadeild til skoðunar. Nemendum var gert að fara út úr skólanum eftir að árásin var gerð.Vísir/Vilhelm „Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ráku sérsveitarmenn nemendur inn í skólastofur á meðan þeir reyndu að ná tökum á aðstæðum. Í framhaldinu voru nemendur sendir heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumenn að störfum fyrir utan Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Reykjavík Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla mætti upp í Borgarholtsskóla upp úr klukkan eitt en lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ungur maður var leiddur í járnum út úr skólanum um klukkan 13:30 og færður út í lögreglubíl. Eftir það hafi verið dregið úr viðbúnaði á staðnum að sögn fréttamanns á staðnum. Vísir fékk myndbandið hér fyrir neðan sent frá sjónarvotti þar sem má sjá árás með hafnaboltakylfu. Myndbandinu hefur verið breytt til að má út persónugreinanlegar upplýsingar. Við vörum viðkvæma við myndbandinu. Klippa: Árás með hafnarboltakylfu í Borgarholtsskóla Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem ráðist hafi verið á nemendur í skólanum, einhvers konar átök hafi átt sér stað. Hún kveðst ekki vita að svo stöddu hvort hnífi hafi verið beitt við árásina. Tilkynning barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 13 í dag.Vísir/Vilhelm Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að þrír hafi mætt vopnaðir í skólann. Komið hafi til hópslagsmála á göngunum og þau síðan borist út. Starfsmannafundi lauk nú á þriðja tímanum og segir Ársæll að starfsfólk skólans sé í áfalli vegna atburðanna. Telja sig hafa náð í skottið á flestum Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um átök milli manna í skólanum rétt fyrir klukkan 13. Fengust upplýsingar um að hafnaboltakylfa og jafnvel fleiri vopn hafi verið notuð. Ásgeir Þór staðfestir að einhverjir séu sárir og verði fluttir á slysadeild til skoðunar. Nemendum var gert að fara út úr skólanum eftir að árásin var gerð.Vísir/Vilhelm „Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ráku sérsveitarmenn nemendur inn í skólastofur á meðan þeir reyndu að ná tökum á aðstæðum. Í framhaldinu voru nemendur sendir heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumenn að störfum fyrir utan Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjavík Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira