Íslenski boltinn

Fylkir byrjaður að undirbúa brotthvarf Cecilíu og fær efnilegan markvörð af Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tinna Brá Magnúsdóttir í Fylkisbúningnum.
Tinna Brá Magnúsdóttir í Fylkisbúningnum. fylkir

Fylkir hefur fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Gróttu. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við Árbæjarliðið.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem hefur varið mark Fylkis undanfarin tvö ár, hefur verið orðuð við enska úrvalsdeildarliðið Everton.

Fylkir virðist allavega vera búinn að undirbúa sig fyrir brotthvarf Cecilíu og hefur sótt Tinnu sem er einn efnilegasti markvörður landsins.

Tinna, sem er sextán ára, lék alla sautján leiki Gróttu í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.

„Við erum virkilega ánægð með að fá Tinnu Brá til liðs við okkur. Tinna er gríðarlega spennandi og efnilegur markvörður sem sýndi það með frammistöðu sinni síðasta sumar með Gróttu að hún er tilbúin í næsta skref og smellpassar inn í það metnaðarfulla umhverfi sem við viljum að sé í kringum Fylkisliðið. Við væntum mikils af henni á komandi árum og erum spennt fyrir framhaldinu,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, í tilkynningu frá félaginu.

Tinna Brá Magnúsdóttir til liðs við Fylki Fylkir hefur komist að samkomulagi við Gróttu um félagaskipti Tinnu Brár...

Posted by Íþróttafélagið Fylkir on Tuesday, January 12, 2021

Fylkir endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili og hækkaði sig um þrjú sæti milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×