Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2021 10:25 Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til bæði Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að breyta reglunum þannig að skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna hefjist við fertugt. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira