Erlent

Þing­maður smitaður eftir á­rásina á þing­húsið

Atli Ísleifsson skrifar
Demókratinn Pramila Jayapal er þingmaður Washington-ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Demókratinn Pramila Jayapal er þingmaður Washington-ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Getty

Pramila Jayapal, þingmaður demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur smitast af kórónuveirunni. Jayapal segir frá því á Twitter að hún hafi smitast í kjölfar þess að hafa ásamt öðrum þingmönnum verið flutt í skjól, í lokað herbergi, þegar múgur réðst á bandaríska þinghúsið í síðustu viku.

Jayapal er annar þingmaðurinn sem staðfestir að hafa greinst með Covid-19 eftir árásina. Áður hafði Demókratinn Bonnie Wat­son Co­lem­an, þingmaður frá New Jersey í fulltrúadeildinni, greint frá því að hafa smitast í sömu aðstæðum.

Á Twitter lýsir hún aðstæðunum í herberginu þangað sem hún og fleiri voru flutt á meðan á árásinni stóð. „Þar sem fjöldi Repúblikana grimmilega neituðu að bera grímu og af tillitsleysi hæddust að samstarfsmönnum og starfsmönnum sem buðu þeim slíka.“

Læknir sem starfar í bandaríska þinghúsinu varaði við því á sunnudaginn að margir þingmanna kunni að hafa verið útsettir fyrir smiti þegar þeir voru fluttir í skjól á meðan á árásinni stóð.

Jayapal segir að allir þeir þingmenn sem hafi neitað að bera grímu og þannig stofnað lífi annarra í hættu eigi að vera dregnir til ábyrgðar vegna eigingirni sinnar og fávitaháttar.

Demókratinn Pramila Jayapal er þingmaður Washington-ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×